Ákveðið hefur verið að vetrarfundir Þyts verði framvegis settir á miðvikudaga eins og klúbbkvöldin á sumrin.
Upphaf þess að fimmtudagar voru valdir á sínum tíma var, að þá var engin sjónvarpsdagskrá á þeim kvöldum.
Tímarnir eru nú breyttir og miðvikudagskvöldin hafa öðlast sinn sess.
Nóvember fundurinn fellur niður vegna aðalfunds.
Næsti fundur félagsins verður því sjálfur Aðalfundurinn,og verður auglýstur sérstaklega eins og lög félagsins gera ráð fyrir.